Kjötskurðaríið okkar

Tilvalið til að deila

  Þrjár tegundir af íslenskum ostum

  Pylsur

  Hráskinka

  Marineraðar ólífur

  Súrsað grænmeti

  Frækex og tómatsulta

Aurora hamborgari

Girnilegur og góður

  120 gr. hamborgari

  Beikon

  Cheddar

  Stökkur laukur

  Tómatar og kryddsósa

  Fröllur

Saltlakkrís brownie

Ljúffeng og ljúf

  Hvítsúkkulaðikrem

  Karamella

  Hindberjasorbet

Aurora Bar – Café – Grill

Aurora Restaurant er fullkomin viðbót við Icelandair hótel Akureyri.

Staðurinn tengir öll almenn rými hótelsins mjög vel saman og er hann einkar þægilegur og notalegur. Ljósmynd af tignarlegum norðurljósum yfir Súlum, bæjarfjalli Akureyringa, eftir ljósmyndarann Gísla Dúa Hjörleifsson setur mikinn svip á rýmið og eldstæði prýðir einnig staðinn sem eykur á hlýleikann.

Á matseðlunum úir og grúir af einstökum gómagælum, samansettum úr því besta sem norðlenska matarkistan hefur uppá að bjóða.

Einstakur staður fyrir notalega kvöldstund.

Bar og setustofa

Á hótelinu er hlýleg og aðlaðandi setustofa með arineldi, bókum og dagblöðum. Þar er gott að setjast niður með gott kaffi eða vínglas að kvöldi og hafa það huggulegt.

Við bjóðum upp á Happy Hour alla daga kl. 16:00 – 18:00. Bjór af dælu á 750 kr., vín hússins á 900 kr., vínflaska hússins á 4.500 kr. og kokteill dagsins á 1.500 kr. Sannkölluð hamingjustund.

Smáréttaseðillinn og High Tea

Smáréttaseðillinn okkar er framreiddur fimmtudaga, föstudaga og laugardaga milli kl. 12:00 – 21:00. Smáréttaseðillinn er kjörinn fyir þá sem vilja líta við yfir daginn og njóta fjölda góðra smárétta en í boði eru alls kyns kræsingar og léttmeti. Skoða smáréttaseðil

Síðdegishressing að hætti hússins er framreidd í setustofunni frá kl 14:00 – 17:00 fimmtudaga, föstudaga og laugardaga. Njótum þess að gera eitthvað aðeins öðruvísi í eftirmiðdaginn. Belgískar cheddar vöfflur með þrenns konar góðgæti, ostar & kjötskurðarí, sérlagað bakkelsi & sætir bitar.

3.490 kr. – Fyrir tvo að lágmarki.
Kaffi eða te innifalið.

Glas af ísköldu freyðivíni er frábært með kr. 1.700.-

Morgunverðarhlaðborð

Aurora Restaurant býður glæsilegt morgunverðarhlaðborð frá kl.  07:30 – 9:30 alla daga.

Hráefnið er ferskt og lagað á staðnum og hér er allt í boði og meira til sem hugann girnir að morgni til: Brauð- og sætmeti, álegg af ýmsu tagi, morgunverðarpylsur, eggjahræra og bakaðar baunir, jógúrt og morgunkorn, ávextir, safar, te og kaffi. Þú gleymir seint belgísku vöfflunum okkar í morgunverðarhlaðborðinu.

Verð kr. 2.900 á mann
Börn 6-12 ára kr. 1.450.

Brunch hlaðborð

Brunchinn okkar hefur verið sívinsæll og er fyrir löngu búinn að festa sig í sessi sem ómissandi hluti af góðri helgi bæði hjá Akureyringum og gestum okkar.
Brunchinn er í boði alla sunnudaga kl. 12:00 – 14:00.

Verð kr. 3.990 á mann
Börn 6-12 ára kr. 1.995.-
Ókeypis fyrir börn yngri en 6 ára
10% afsláttur fyrir KEA-korts meðlimi

Lesa nánar