Akureyri sem oft er nefndur höfuðstaður Norðurlands er frábær staður fyrir fundi sem og afþreyingu af ýmsum toga. Akureyri er einungis klukkustundar flugferð frá höfuðborginni.
Icelandair hótel Akureyri er vel staðsett og stutt í alla þjónustu. Fundarsalurinn okkar á Icelandair hótel Akureyri hentar mjög vel fyrir minni fundi og kynningar. Salurinn tekur allt að 30 manns og þar er að finna flestan nauðsynlegan tæknibúnað. Að sjálfsögðu bjóðum við svo upp á fundarveitingar og þá er tilvalið fyrir fyrirtæki og hópa að taka morgunverð, hádegisverð eða kvöldverð á veitingastaðnum okkar, Aurora.
- Allt að 30 manns – hentar vel fyrir umræður og annað slíkt
- Allar veitingar matreiddar á staðnum af kokkunum á Aurora
- LCD skjár af fremstu gerð
- Þráðlaust net
- Hótel herbergi á hagstæðum kjörum fyrir fundargesti utan af landi
- Frábær aðstaða fyrir kokteil að fundi loknum
- Stutt í miðbæinn
Fundaraðstaða er undirbúin fyrir komu gesta og þjónar eru til aðstoðar yfir fundartíma. Veitingar eru bornar fram eftir óskum. Við aðstoðum þig við undirbúning og skipulag hvers viðburðar og bjóðum upp á vingjarnlegt andrúmsloft, fagmennsku og sveigjanleika.
Smelltu hér til að skoða fundarpakkana hjá okkur