Jólaboð 2021

Njóttu aðventunnar á Aurora Restaurant

Jólaveislur á Aurora

 

Glæsilegt jólahlaðborð og girnilegt margrétta jólabröns hlaðborð á Aurora í aðdraganda jólanna.

 

Verið velkomin á Aurora Restaurant, Icelandair hótel Akureyri.

 

Stórglæsilegt jólahlaðborð alla föstudaga og laugardaga frá 26. nóvember til 11. desember.
Bjóðum einnig upp á aðrar dagsetningar fyrir stærri hópa.

 

Við bjóðum upp á ljúffengt, margrétta jólabrönshlaðborð sunnudagana 28. nóv, 5. des,
12. des og 19. des ásamt laugardeginum 18. des. frá kl. 11:30 – 15:00.

 

Jólahlaðborð Aurora Restaurant

 

Við erum byrjuð að taka á móti bókunum fyrir einstaklinga, vinnustaði og aðra hópa í jólahlaðborð.

 

Aurora Restaurant býður upp á klassískt jólahlaðborð með öllu tilheyrandi sem alltaf slær í gegn.

 

Jólasíld, graflax, sveitapaté, grafið naut, grafin gæs, hangikjöt & uppstúf, andabringa, purusteik, nautalundir og kalkúnabringa er meðal þess sem hlaðborðið hefur að geyma að ógleymdu öllu dýrindis meðlætinu og jóladessertunum.

 

Í boði alla föstudaga og laugardaga frá 26. nóvember til 11. desember.
Bjóðum einnig upp á aðrar dagsetningar fyrir stærri hópa.

 

Verð á mann:
9.990 kr. 13 ára og eldri
4.995 kr. 6 – 12 ára
0-5 ára borða frítt með fullorðnum

 

Nánari upplýsingar og borðabókanir á netfangið akureyri@icehotels.is og í síma 518-1000.

Sækja nánari innihaldslýsingu sem PDF

 

Jólabröns á sunnudögum

 

Alla sunnudaga frá 28. nóvember til 19. desember, ásamt laugardeginum 18. desember, bjóðum við girnilegt jólabröns hlaðborð fyrir einstaklinga og smærri hópa.

 

Súpa dagsins, nýbakað brauð, úrval af áleggi, jólasíld, grafinn og reyktur lax, kalkúnabringur, lambalæri, hangikjöt & uppstúf, laufabrauð, rauðkál og grænar baunir er meðal þess sem þú finnur á jólabröns hlaðborðinu. Að sjálfsögðu verður eggjahræran og baconið á sínum stað ásamt amerískum pönnsum og allskonar gómsætum jóladessertum.

 

Í boði sunnudagana 28. nóv, 5. des, 12. des og 19. des ásamt laugardeginum 18. des. frá kl. 12:00 – 15:00.

 

Verð á mann:
4.990 kr. 13 ára og eldri
3.000 kr. 6 – 12 ára
0-5 ára borða frítt með fullorðnum

 

Borðabókanir eru byrjaðar á netfangið akureyri@icehotels.is og í síma 518-1000.

Sækja nánari innihaldslýsingu sem PDF.

 

Jólakvöldstund fyrir vinnustaðinn

 

Við erum byrjuð að taka á móti bókunum fyrir vinnustaði og aðra hópa í jólahlaðborð.

 

Aurora Restaurant býður upp á klassískt jólahlaðborð með öllu tilheyrandi sem alltaf slær í gegn.

 

Hafðu samband í tæka tíð á netfangið akureyri@icehotels.is eða í síma 518-1000 og fáðu tilboð fyrir hópinn þinn.