Fara í efni

Fundaraðstaða

Sveigjanleg aðstaða fyrir fundi, vinnustofur og hópaviðburði á Akureyri

Frábær staðsetning, veitingar og þjónusta fyrir fundargesti 

Aurora Restaurant og Berjaya Akureyri Hotel bjóða upp á frábæra og vel útbúna aðstöðu fyrir fundi, vinnustofur og ýmsa fyrirtækjaviðburði á Akureyri. Við sérhæfum okkur í fundarveitingum og sjáum um að bera fram kaffi, te og léttar veitingar sem henta vel fyrir allt frá morgunfundum til lengri vinnudaga.

Nánar um fundarveitingar

Fundarrýmið er bjart, rúmgott og auðvelt að laga að þörfum hvers hóps. Rýmið tekur allt að 40 manns, allt eftir uppsetningu, og hentar bæði litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem vilja halda faglega og vel skipulagða viðburði.

Tækjabúnaður og aðstaða:

  • Þráðlaust net
  • Skjávarpi 
  • Blöð og pennar
  • Sveigjanlegt rými fyrir mismunandi uppsetningar

Staðsetningin er góð og í göngufæri frá miðbæ Akureyrar, við hliðina á Sundlaug Akureyrar og með nægum bílastæðum. Fundargestir hafa jafnframt möguleika á að bóka gistingu á hagstæðu verði, sem hentar sérstaklega vel fyrir hópa og fundi sem taka heilan dag eða fleiri.

Á staðnum er bæði veitingastaður og bar, sem gerir auðvelt að byrja daginn á góðu morgunverðarhlaðborði eða ljúka fundinum með kvöldverði eða Happy Hour á barnum. Þetta skapar heildstæða og þægilega upplifun fyrir hópa sem vilja sameina vinnu, veitingar og afslöppun á einum stað.

Hafðu samband við okkur og við hjálpum þér að setja saman viðburð sem hentar þínum þörfum.
Sendu línu á aurora@icehotels.is eða hringdu í 518 1000. Við hlökkum til að heyra frá þér!

Fleiri möguleikar fyrir viðburði og veislur

Aurora Restaurant og Berjaya Akureyri Hotel bjóða ekki aðeins frábæra aðstöðu fyrir fundi, en einnig um fjölbreytta viðburði og veislur af öllum stærðum. Hvort sem um ræðir fermingar, afmæli, skírnarveislur, eða hópahittinga, þá tryggjum við faglega þjónustu og veitingar sem henta hverju tilefni.

Skoða fleiri möguleika