Hópar
Fallegt og rúmgott rými fyrir hópahittinga á Akureyri
Aurora Restaurant og Berjaya Akureyri Hotel er fullkominn staður fyrir hvers konar hópahittinga - hvort sem um ræðir afmæli, babyshower, gæsa- eða steggjunarhópa, fjölskylduhópa, vinahitting eða aðra skemmtilega viðburði.
- Hentar vel fyrir bæði litla og meðalstóra hópa
- Rýmið tekur allt að 40 mans, er sveigjanlegt og hægt að laga að þörfum hverju sinni.
- Aurora restaurant sér um að matreiða veitingar eftir óskum - allt unnið úr hágæða hráefnum.
- Aðgangur að skjávarpa
- Á svæðinu eru næg bílastæði, sem gerir gestum auðvelt að koma og fara.
- Staðsetningin er í göngufjarlægð frá miðbæ Akureyrar
Á staðnum er bæði veitingastaður og bar, sem gerir auðvelt að byrja daginn á góðu morgunverðarhlaðborði eða enda daginn á kvöldverði eða Happy Hour á barnum.
- Morgunverðarhlaðborð er frá 7:00 - 10:00
- Barseðilinn er framreiddur frá kl 12:00-21:00.
- Kvöldverðarseðil er framreiddur frá kl 18:00-21:00.
- Barinn er opinn frá kl 12:00-24:00
- Happy Hour er alla daga frá 15:00 - 18:00
Við leggjum metnað í að veita hlýlega og faglega þjónustu þar sem lögð er áhersla á góðar móttökur og að gestir geti átt skemmtilega stund með fjölskyldu og/eða vinum.
Hafðu samband við okkur á aurora@icehotels.is eða hringdu í 518 1000.

Fleiri möguleikar fyrir viðburði og veislur
Aurora Restaurant og Berjaya Akureyri Hotel bjóða ekki aðeins frábæra aðstöðu fyrir fermingarveislur, en einnig fjölbreytta viðburði og veislur af öllum stærðum. Hvort sem um ræðir skírn, afmæli, fundi, eða hópahittinga, þá tryggjum við faglega þjónustu og veitingar sem henta hverju tilefni.